0.5 C
Selfoss

November Project á Selfossi á morgun kl. 10

Vinsælast

Í september sl. fór 15 manna hópur frá Selfossi á vegum Umf. Selfoss, HSK, GOS og Sveitarfélagsins Árborgar til Árósa í Danmörku að heimsækja DGI Östjylland sem eru einskonar regnhlífasamtök íþróttafélaga á Austur-Jótlandi, svipað og HSK. Félagar heimsóttu systurfélög sín í Árósum og fengu kynningu á þeirra starfi og fylgdust með æfingum. Hópurinn fékk einnig kynningar á ýmsu markverðu sem verið er að gera fyrir fólk í Danmörku til að hvetja almenning til að hreyfa sig meira og reglulega, alla ævi. M.a. var kynning á verkefninu „Sick Project“ sem er hluti af alþjóðlegu grasrótarhreyfingunni „November Project“ sem hófst í Boston og er nú að breiðast út um allan heim.

Verkefnið felst í því að bjóða upp á fríar æfingar, opnar öllum, í hverri viku þar sem áhugasamir geta mætt og tekið þátt í æfingu utandyra. Allar æfingar eru fríar og engin skráning. Á Íslandi er verkefnið í fullum gangi í Reykjavík undir stjórn Ketils Helgasonar frá Hrosshaga í Bláskógabyggð.

Umf. Selfoss í samstarfi við Fríska Flóamenn og Sveitarfélagið Árborg, býður nú íbúum Árborgar að mæta á „November Project“ æfingu á morgun, laugardaginn 10. nóvember kl. 10. Þá mætir Ketill á Selfossvöll, við Tíbrá og kynnir verkefnið fyrir áhugasömum íbúum.

Umf. Selfoss og Sveitarfélagið Árborg hvetja bæjarbúa til að mæta á Selfossvöll næsta laugardag og kynnast þessu áhugaverða hreystisamfélagi. Nánari upplýsingar eru á Facebooksíðunni: „November Project Iceland.“

Random Image

Nýjar fréttir