7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Öllu tjaldað til í Söngkeppni NFSu annað kvöld

Öllu tjaldað til í Söngkeppni NFSu annað kvöld

0
Öllu tjaldað til í Söngkeppni NFSu annað kvöld

Fimmtudagskvöldið 8. nóv­ember nk. verður öllu tjald­að til í Íþróttahúsinu Iðu á Sel­fossi, en þá fer Söngkeppni NFSu fram. Keppnin er stærsti við­burður ársins hjá nemenda­félagi Fjölbrautaskólans. Keppnin er undan­keppni fyrir lokakeppn­i framhaldsskólanna sem haldin verður í apríl 2019, en þar etja kappi allir fram­haldsskólar landsins.

Tíu einstaklingar taka að þessu sinni þátt í Söngvakeppni NFSu. Þau koma víðsvegar að af Suðurlandinu og má búast við jafnri og harðri keppni. Gest­ir munu fá útlandafíling beint í æð því ætlunin er að breyta íþrótta­hús­inu Iðu í flug­stöð. Fjöldi góðra gesta troða upp ásamt keppendum. Kynnar keppn­innar verða Auðunn Blöndal og Sveppi. Krakkar úr Dansstúdíói World Class á Selfossi stíga á stokk og BMX brós sýna listir sínar, fara flikk flakk og heljarstökk með sínum þekktu tilþrifum.
Keppnin er frábær fjöl­skyldu­­skemmtun og er fyrir unga sem aldna.