12.8 C
Selfoss
Home Fréttir Fjöldi gesta samankominn á sameiginlegum jólabasar kvenfélaga í Flóahreppi

Fjöldi gesta samankominn á sameiginlegum jólabasar kvenfélaga í Flóahreppi

0
Fjöldi gesta samankominn á sameiginlegum jólabasar kvenfélaga í Flóahreppi

Það eru kvenfélög Villingaholtshrepps, Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps sem stóðu að jólabasar í Þingborg. Viðburðurinn var vel sóttur og margir gerðu góð kaup. Allt fé sem safnaðist rennur óskipt til HSu og er eyrnamerkt sérstökum barkarennum sem fara um borð í sjúkrabifreiðar stofnunarinnar. Von var til að geta keypt að minnsta kosti þrjú tæki en hvert þeirra kostar um 340 þúsund.