4.9 C
Selfoss
Home Fréttir Ársfundur um náttúruvernd og friðlýsingar haldinn í Hrunamannahreppi

Ársfundur um náttúruvernd og friðlýsingar haldinn í Hrunamannahreppi

0
Ársfundur um náttúruvernd og friðlýsingar haldinn í Hrunamannahreppi
Mynd: Myndasafn dfs.is
Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn í Félagsheimili Hrunamanna á fimmtudag. Yfirskrift fundarins er: „Hlutverk náttúruverndarnefnda og sveitarfélaga – friðlýsingarvinnan framundan“. Dagskráin er fjölbreytt en meðal mælenda er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra sem mun kynna stefnu stjórnvalda um friðlýsingar. Að fundi loknum verður fundargestum boðið í skoðunarferð. Farið verður að „Seyrustöðum“ þar sem unnin er seyra og hún gerð tilbúin til landgræðslu. Þá verður farið að Kópsvatnsvirkjun þar sem skoðuð verður lághitavirkjun.