6.7 C
Selfoss

Litasýning fjárræktarfélagsins Lits í Rangárþingi ytra

Vinsælast

Fjárræktarfélagið Litur, Rangárþingi ytra, hélt árlega litasýningu sína í Árbæjarhjáleigu síðastliðinn sunnudag. Mikið var af fólki og fé af öllum mögulegum litum. Keppt var í fjórum flokkum lambhrútar, gimbrar, ær með afkvæmum og skrautlegasta lambið en það er kosið um það meðal gesta. Fé er dæmt eftir lit og gerð og vegur það 50/50. Dómari var Jón Vilmundarson Skeiðháholti og ritari Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Kynnar voru þeir Guðlaugur Kristinsson á Lækjarbotnum sem jafnframt er formaður félagsins og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu.

Úrslit voru sem hér segir eftir bæjum:
Lambhrútar: 1. Foss, 2. Skarð og 3. Árbæjarhjáleiga.
Gimbrar: 1. Árbær, 2. Þúfa og 3. Árbæjarhjáleiga.
Ær með afkvæmum: 1. Árbæjarhjáleiga, 2. Fellsmúli og 3. Skarð.
Litfegursta lambið: 1. Austvaðsholt, 2. Skarð og 3. Hrólfsstaðahellir.

Myndir: Páll Imsland.

Nýjar fréttir