7.8 C
Selfoss

Selfyssingar fengu pólskt lið í þriðju umferð EHF-bikarsins

Vinsælast

Selfyssingar drógust á móti pólska liðinu KS Azoty-Pulawy í þriðju umferð EHF-bikarsins í handbolta en dregið var í höfuðstöðvum Evrópska handknattleikssambandsins í Vínarborg í morgun.

Fyrri leikur liðanna verður í Póllandi helgina 17./18. nóvember og sá síðari á Selfossi viku síðar. Vinni Selfoss samanlagt í viðureigninni kemst liðið í riðlakeppni EHF-bikarsins sem fer fram nokkrar helgar í febrúar og mars 2019.

Ljóst er að við ramman reip er að draga hjá Selfyssingum því Pólska liðið er sterkt lið og er ofarlega í pólsku úrvalsdeildinni. Allt er þó hægt eins og Selfyssingar sýndu fram á í 2. umferðinni.

Nýjar fréttir