2.7 C
Selfoss

Fornleifafundur í Þjórsárdal

Vinsælast

Fundist hefur áður óþekkt bæj­ar­stæði í Þjórsárdal. Fornleifafræð­ing­ar fóru á vettvang fyrir skömmu og báru kennsl á nokkra merka forngripi í lausum jarðvegi. Þar er einna merkilegastur Þórshamar úr sandsteini. Leiða má að því lík­um að hann hafi verið borinn um háls einstaklings fyrir 1.000 ár­um eða svo. Gefur það til kynna að þar hafi farið einstakl­ingur sem ekki var kristinnar trúar. Ekki hefur áður fundist Þórsham­ar úr steini hér á landi. Auk þess fundust sylgja, alur og heinar­brýni.

Meðal fornleifafræðing­anna er Ragnheiður Gló Gylfa­dóttir sem hefur að undanförnu unnið að fornleifaskráningu fyrir sveitarfélagið. Að hennar sögn er um stórmerkilegan fund að ræða. Mikill áhugi sé á að kanna bæjar­stæðið nánar.

Það var heimamaðurinn Bergur Þór Björns­son frá Skriðufelli sem fann bæjarstæðið og hefur bærinn verið nefndur Bergsstaðir í höfuð finn­andans.

skeidgnup.is

Nýjar fréttir