0 C
Selfoss

Skákkennsla grunnskólabarna í Fischersetri

Vinsælast

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum kl. 11:00–12:30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls verða þetta átta laugardagar og fyrsti tími verður á morgun laugardaginn 13. október.

Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru beðnir um að mæta u.þ.b. 30 mínútum áður en fyrsta æfing hefst til að ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 894 1275. Einnig má senda tölvupóst á netfangið fischersetur@gmail.com.

Nýjar fréttir