0 C
Selfoss

Leiðsögn á sunnudag um keramíksýninguna Frá mótun til muna

Vinsælast

Leirlistakonurnar Þórdís Sigfúsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir munu spjalla við gesti og segja frá vinnuaðferðum og munum sem sjá má á sýningunni Frá mótun til muna sunnudaginn 14. október nk. kl. 15:00 í Listasafninu í Hveragerði.

Hvaða áskoranir fylgja vinnu með leir? Hvað er rakú, sagbrennsla og pottbrennsla? Hvaða efni eru þær að nota til þess að fá fram þessi litabrigði? Heimildarmyndin, Rakú – Frá mótun til muna, er kjarni leirlistasýningarinnar og sýnir vinnu níu leirlistamanna sem tóku þátt í vinnusmiðju um gamlar leirbrennsluaðferðir í Ölfusi haustið 2017. Verkin á sýningunni eru öll unnin með þeim aðferðum.

Guðbjörg lærði keramík við Myndlistarskóla Reykjavíkur og sótti líka starfsnám við postulínsverksmiðu Wagner & Apel í Þýkalandi. Guðbjörg kennir nú við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Þórdís nam keramík við Listaakademíuna í Árósum í Danmörku og var þar einnig með rannsóknarstöðu í eitt ár eftir nám, en býr nú og starfar á Íslandi. Báðar þekkja því leirvinnslu vel og hafa góða reynslu í því að miðla þeirri þekkingu.

Sýningin Frá mótun til muna mun standa til og með sunnudagsins 29. október og á síðasta sýningardegi verður einnig boðið upp á leiðsögn og spjall um sýninguna. Nánari upplýsingar um sýningarnar og dagskrá safnsins má sjá á heimasíðu þess og samfélagsmiðlum.

Vetraropnun er nú í gildi við í Listasafni Árnesinga og er safnið opið kl. 12-18 fimmtudaga – sunnudaga. Aðgangur að safninu og þátttaka í leiðsögn er ókeypis og allir velkomnir.

Nýjar fréttir