11.7 C
Selfoss

Kötluráðstefna í tilefni þess að 100 ár eru frá upphafi gossins

Vinsælast

Í dag 12. október eru 100 ár síðan eldgos hófst í megineldstöðinni Kötlu í Mýrdalsjökli. Kötlugosið 1918 var eitt af stærri eldgosum í Kötlu. Gosinu fylgdu gríðarlega mikil jökulhlaup og mikið öskufall á stóru landsvæði umhverfis eldstöðina.

Í tilefni þess að öld er liðin frá gosinu verður þess minnst með veglegri ráðstefnu í Íþróttamiðstöðinni í Vík í Mýrdal dagana 12.–13. október. Til umfjöllunar verður megineldstöðin Katla og áhrif hennar á náttúru og samfélag í Mýrdal. Ráðstefnan hefst í dag kl. 09:00 og mun samanstanda af fjölbreyttum erindum er öll tengjast Kötlu. Meðal fyrirlesara verða flestir helstu sérfræðingar landsins á sviði náttúruvísinda sem best þekkja til og hafa rannsakað Kötlu og áhrif hennar á landslag, náttúrufar og mannlíf á svæðinu, m.a. frá Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands, Almannavörnum, Vegagerðinni og Landsbjörg. Jafnframt verður flutt erindi sem fléttaðar verður inn í frásagnir þeirra sem upplifðu gosið 1918. Aðferðir jarðfræðinga, veðurfræðinga og jöklafræðinga við vöktun eldstöðvarinnar verða útskýrðar og til sýnis verða þau tæki og tól sem Veðurstofa Íslands notar í þessu sambandi. Þann 13. október verður svo farið í stutta vettvangsferð um svæðið þar sem ummerki eftir gosið verða skoðuð.

Nýjar fréttir