-2.8 C
Selfoss

Fyrirmyndardagurinn

Vinsælast

Fyrirmyndardagurinn var haldin í fjórða sinn föstudaginn 5. október sl. Dagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu á fjölbreyttri atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag. Með því fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.

Vinnumálastofnun hefur biðlað til fyrirtækja á Suðurlandi um hafa samband ef áhugi er á að hjálpa einstaklingum með skerta starfsgetu að komast út á vinnumarkaðinn og öðlast þannig hlutverk í samfélaginu á vinnumarkaði. Leitað hefur verið eftir einföldum störfum 25–50%. Vinnumálastofnun býður einnig ráðgjöf ef fyrirtæki óska eftir aðstoð við að finna störf við hæfi innan fyrirtækisins.

Fyrirtæki á Suðurlandi hafa verið mjög jákvæð um þátttöku. Í ár var leitað til tíu fyrirtækja á svæðinu sem öll tóku þátt.

 Óli Aron ásamt aðstoðarverslunarstjóra í Byko Selfossi.

Óli Aron ásamt aðstoðar-verslunarstjóra  Byko á Selfossi.

Nýjar fréttir