8.9 C
Selfoss

Hvernig getum við dregið úr plastnotkun?

Vinsælast

Umhverfis Suðurland er sunnlenskt átaksverkefni sem snýst um að auka meðvitund Sunnlendinga á umhverfismálum með von um góða þátttöku í hinum ýmsu viðburðum tengdum málefninu. Um þessar mundir er plast mikið í umræðunni og margir sem kjósa að draga úr plastnoktun. Hér verður stiklað á stóru um nokkur atriði sem kjörið er að endurskoða til að draga úr notkun plasts á venjulegu heimili.

Einnota plastið er það sem mikilvægt er að byrja á að draga úr. Mikilvægt er að flokka allt plast sem fellur til á heimilinu og á Suðurlandi taka öll sveitarfélög við plasti í flokkun.

Nokkur dæmi um hluti sem má auðveldlega skipta út fyrir margnota á heimilinu:

Plaströr: Einnota plaströr má skipta út fyrir fjölnota stálrör og bambusrör.

Pokar: Plastpokum má skipta út fyrir fjölnota innkaupapoka, nestispoka, grænmetisnetapoka o.fl.

Ruslið: Ef allt sem til fellur á heimlinu er flokkað í þaula má nánast komast hjá því að vera með „venjulegt rusl“. Þegar slíkt rusl fellur til er vel hægt að nota heimagerða pappa-poka úr gömlum dagblöðum í tunnuna, en á meðan verið er að vinna sig á það stig má nota niðurbrjótanlega maíspoka sem endast ekki mörghundruð ár í jörðinni eins og plastið.

Plastfilma: Plastfilmu má skipta út fyrir bývaxdúka sem hægt er að fá í ýmsum stærðum og gerðum eða jafnvel útbúa sjálfur.

Sjampóbrúsinn: Í dag fást ýmsar tegundir af sjampóstykkjum sem má skipta út fyrir sjampó brúsann. Sjampóstykki má t.d. finna í netverslunum Visvera, Mistur og Mena svo eitthvað sé nefnt.

Tannburstinn: Plast tannbursta má skipta út fyrir bambus tannbursta sem brotnar niður eftir notkun.

Enn fleiri ráð má finna inná heimasíðu Plastlauss september: www.plastlausseptember.is

Nánari upplýsingar um Umhverfis Suðurland má finna á heimasíðunni www.umhverfissudurland.is.

#umhverfissudurland

Nýjar fréttir