-2.2 C
Selfoss
Home Fréttir Samstaða, mótmæli og mótmæli við mótmælum

Samstaða, mótmæli og mótmæli við mótmælum

0
Samstaða, mótmæli og mótmæli við mótmælum
Mynd: Facebooksíða Reykjavik Animal Save.

Það er ansi snúin dagskráin sem framundan er fyrir framan SS á Selfossi í dag. Dýraverndunarsinnar í hópnum Reykjavik Animal Safe ætla að mæta og sýna dýrunum samstöðu. „Komið með okkur á samstöðuvöku fyrir dýrin. Við munum bera vitni þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar í Sláturhús Suðurlands. Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum, segir í tilkynningu frá hópnum.“

Óhætt er að segja að heitar umræður hafi skapast í kjölfarið. Nú er svo komið að hópur fólks hefur boðað komu sína og ætlar að mótmæla samstöðunni með grillveislu.

Þriðji hópurinn bættist svo við þar sem fram kemur að þeir ætli að mótmæla fólkinu sem mótmælir vegan fólkinu fyrir framan SS.