6.1 C
Selfoss

Perlubikarinn afhentur Sunnlendingum í dag

Vinsælast

Afhending Perlubikarsins mun fara fram í dag, miðvikudaginn 26. september, kl. 16:00 í húsi Rauða Kross Íslands að Eyravegi 23 á Selfossi.

Perlubikarinn unnu Sunnlendingar fyrir bestu frammistöðuna í átakinu „Perlum af Krafti“ en þar var keppst um að ná Íslandsmetinu í perlun armbanda til stuðnings Krafti. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Þátttakendum af sambandssvæði HSK er velkomið að mæta að Eyravegi 23 á Selfossi og fagna sigrinum. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts og Kristín Erla Þráinsdóttir varaformaður Krafts munu mæta og afhenda bikarinn.

Nýjar fréttir