3 C
Selfoss
Home Fréttir Góðar umræður á samráðsfundi í Hveragerði

Góðar umræður á samráðsfundi í Hveragerði

0
Góðar umræður á samráðsfundi í Hveragerði
Mynd: SASS
Annar samráðsfundur SASS um brýnustu viðfangsefnin í umhverfis- og auðlindamálum á Suðurlandi var haldinn á Hótel Örk þann 4. september sl. Umræðuefnin voru fjölbreytt og drepið á fjölmörgum viðfangsefnum sem skipta máli fyrir farsæla þróun Suðurlands.
 
Það var Guðlaug Ósk Svansdóttir sem kynnti verkefnið f.h. SASS. Einnig fór Halldóra Hreggviðsdóttir, frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta, yfir hvað hafa beri í huga við stefnumótun og dæmi um ábata frá nokkrum erlendum dæmum.