1.7 C
Selfoss

Nýr kortavefur fyrir Suðurland

Vinsælast

Kortavefur Suðurlands sem er eign Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var nýlega tekinn í notkun. Vefurinn hefur það meginmarkmið að sýna kortaþekjur sem eru eins réttar og mögulgt er með áherslu á ferðamál, skipulagsmál og auðlindir landshlutans. Kortavefurinn er fyrsta skrefið í nýrri umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Vefurinn er gagnvirkur og tengdur fjölmörgum stofnunum. Fjölmargir möguleikar eru á vefnum. Meðal annars er hægt að haka við ýmsar upplýsingar svo sem sveitarfélagamörk, innviði, lóðir og landamörk svo eitthvað sé nefnt. Vefurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á að kynna sér efni hans. Vefslóðin er: www.sass.is/kortavefur.

Á Íslandi hefur ekki verið til rafrænn og lifandi kortavefur sem tekur yfir heilan landshluta og er uppfærður í rauntíma.

Nýjar fréttir