Hádegistónleikar með KK fyrir sundlaugargesti í Hveragerði

Mynd: Fengin af vef Sundlaugarinnar í Laugarskarði.
Mynd: Fengin af vef Sundlaugarinnar í Laugarskarði.

Laugardaginn 1. september kl. 11:30 verður  tónlistarmaðurinn og trúbadorinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, með tónleika í Sundlauginni í Laugarskarði á 80 ára afmælinu.

Þennan dag eru félagar í sunddeild UFHÖ sérstaklega velkomnir.

Ester Hjartardóttir sundþjálfari UFHÖ til margra ára, verður með sundæfingu fyrir gamla félaga eftir tónleika. Búið er að stofna fésbókarhóp, Sunddeild UFHÖ og eru gamlir félagar hvattir til að fara í hópinn.

Sundeildarfélagar munu síðan njóta dagsins og rifja upp gamlar minningar.