3 C
Selfoss
Home Fréttir Plastlaus september á Suðurlandi

Plastlaus september á Suðurlandi

0
Plastlaus september á Suðurlandi
Mynd fengin af vefsíðunni Umhverfi Suðurlands.

Í september á hverju ári fer fram árvekniátakið Plastlaus september. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Mynd fengin af vefsíðunni Umhverfi Suðurlands.
Mynd fengin af vefsíðunni Umhverfi Suðurlands.

Besta leiðin til að draga úr notkun á einnota plasti er að sneiða hjá því. Það má m.a. gera með því að nota fjölnota innkaupapoka, velja vörur sem eru umbúðalausar eða úr öðrum umhverfisvænni umbúðum t.d. fjölnota umbúðir.

Á vefsíðunni Umhverfis Suðurland má finna heilmikið af upplýsingum um skaðsemi plast fyrir umhverfið og fólk auk fjölda ábendinga um hvernig fólk getur minnkað plastnotkun.