6.7 C
Selfoss
Home Fréttir Tveir slösuðust við lagningu heitavatnslagnar á Selfossi

Tveir slösuðust við lagningu heitavatnslagnar á Selfossi

0
Tveir slösuðust við lagningu heitavatnslagnar á Selfossi

Aðfaranótt 24. ágúst slösuðust tveir menn þegar þeir voru að vinna að lagfæringu heitavatnslagnar í tengibrunni á Selfossi. Mennirnir leituðu sér sjálfir aðstoðar á sjúkrahúsi en ekki liggur fyrir um meiðls þeirra enn sem komið er.

Laugardaginn 25. ágúst voru björgunarsveitir kallaðar til leitar í Þórsmörk eftir að einn farþega í ferðahóp skilaði sér ekki í rútu. Umræddur farþegi fannst síðar í kjarrlendi utan almennra gönguleiða og hafði þá slasast á fæti, líklegast fótbrotnað.

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leitar við Hvalnes austan Hafnar þann 22. ágúst eftir að ferðamaður taldi sig hafa heyrt kallað á hjálp þar. Leitinni var hætt þegar hún bar ekki árangur og eftirgrenslan um hvort og hver gæti annar hafa verið þarna á ferðinni gaf ekki tilefni til að ætla að þarna væri einhver í vantræðum á svæðinu.

Þann 21. ágúst slasaðist 14 ára drengur þegar hann féll á motorkross hjóli í braut í Bolaöldu. Vel búinn öryggisbúnaði og meiðsl ekki talin alvarleg við skoðun á vettvangi.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi