2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Hulda Sigurjónsdóttir varð í 7. sæti í kúluvarpi á EM

Hulda Sigurjónsdóttir varð í 7. sæti í kúluvarpi á EM

0
Hulda Sigurjónsdóttir varð í 7. sæti í kúluvarpi á EM
Hulda Sigurjónsdóttir varpar kúlunni.

Hulda Sigurjónsdóttir varð í 7. sæti í kúluvarpi í flokki F20 (þroskahamlaðir) á Evrópumeistaramótinu sem nú stendur yfir í Berlín í Þýskalandi. Hulda æfir með Íþróttafélaginu Suðra. Hulda staldrar ekki lengi við eftir góðan árangur. Stefnan er sett á HM á næsta ári. Hulda er strax farin að huga að því og undirbúa sig.

Hulda varpaði kúlunni 9,40 metra en kastsería Huldu í dag var 8,74 m – 9,18 m – 9,40 m – x – 8,89 m og 9,25 m.