-0.9 C
Selfoss

Meirihluti hlynntur nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi

Vinsælast

Tillögur að breytingum á nýju deiliskipulagi og aðalskipulagi, sem bæjarsjórn Árborgar samþykkti í febrúar síðastliðnum og kosið var um í íbúakosningu í Sveitarfélaginu dag, voru samþykktar með öruggum meirihluta greiddra atkvæða.

Á kjörskrá voru 6.631 og alls kusu 3640. Kjörsókn var því 54,9% sem þýðir að niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir núverandi bæjarstjórn.

Alls voru 2.130 hlynntir til­lögu að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Sel­foss eða 58,5%. Andvígir voru 1.425 eða 39,1% Auðir seðlar og ógildir voru 85.

Alls voru 2.034 hlynntir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selfoss eða 55,9%. Andvígir voru 1.434 eða 39,4%. Auðir seðlar og ógildir voru 172.

Random Image

Nýjar fréttir