3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Opið hús í bílskúrnum hjá Sæunni Freydísi og Guðmundi Karli á Blómstrandi dögum

Opið hús í bílskúrnum hjá Sæunni Freydísi og Guðmundi Karli á Blómstrandi dögum

0
Opið hús í bílskúrnum hjá Sæunni Freydísi og Guðmundi Karli á Blómstrandi dögum
Guðmundur Karl í vinnuaðstöðu sinni í Hveragerði.

Opið hús verður í bílskúrnum hjá hjónunum Sæunni Freydísi og Guðmundi Karli að Heiðarbrún 18, Hveragerði, á Blómstrandi dögum. Opið verður föstudaginn 17. ágúst kl. 17–19, laugardaginn 18. ágúst kl. 11–17 og sunnudaginn 19. ágúst kl. 14_17.

Sæunn sýnir vatnslita- og olíumyndir. Hún hefur málað í um 20 ár, fyrst með vatnslitum en nú vinnur hún mikið með olíu- og vatnsliti ásamt öðrum efnum eins og eggjaskurn sem hún nýtir gjarna í myndir sínar. Sæunn hefur einnig til sölu gjafakort sem eru með eftirprentun af nokkrum mynda hennar.Í tilefna af Blómstrandi dögum og 70 ára afmæli Sæunnar eru allar myndirnar á tilboðsverði.

Guðmundur sýnir vinnuaðstöðu sína en hann rammar inn fyrir Sæunni og fleiri.