5 C
Selfoss
Home Fréttir Búið er að opna Ölfusárbrú fyrir umferð

Búið er að opna Ölfusárbrú fyrir umferð

0
Búið er að opna Ölfusárbrú fyrir umferð
Fyrstu bílarnir aka yfir brúna. Mynd: dfs.is

Ölfusárbrú var opnuð fyrir umferð kl 11:30 í dag, þann 17. ágúst. Umferð var hleypt á langt á undan áætlun en áætlað var að opna brúna þann 20. ágúst. Vel hefur gengið með framkvæmdir á brúnni en framkvæmdin þykir hafa heppnast ákaflega vel. Brúargólfið er mun sléttara og jafnara við brúarendana þannig að ekki kemur högg í hjólin eins og áður en gert var við brúna. Sérstyrkt steypa var notuð í gólfið. Í henni eru sérstakar járn og plasttrefjar til að auka styrk gólfsins.

Brúargólfið er mun sléttara en það gamla.
Brúargólfið er mun sléttara en það gamla. Mynd: dfs.is.