-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Börn á leið skóla

Börn á leið skóla

0
Börn á leið skóla

Skólastarf fer víða að hefjast og fjöldi barna er að stíga sín fyrstu skref í umferðinni. Barn sem er að byrja í skóla hefur ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum í umferðinni. Brýnum fyrir börnum að þó að þau sjái bíl þá sé ekki öruggt að bílstjórinn sjái þau.

Höfum í huga að við erum fyrirmyndir barnsins. Hvernig hegðum við okkur í umferðinni? Barnið lærir meira af því sem við gerum en því sem við segjum. Munum því að; ganga aldrei á móti rauðu ljósi, nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað, t.d. öryggisbelti, hjólreiðahjálma og endurskinsmerki.

Þá er mikilvægt að ökumenn taki sérstakt tillit til þessara nýju vegfarenda og virði hraðatakmörk í kringum grunnskóla.

Samgöngustofa hefur tekið saman tíu atriði sem geta hjálpað við að gera umferðarfærni barnanna betri og gönguna í skólann öruggari.

  1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.
  2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki endilega stystu.
  3. Leggjum tímanlega af stað, (flýtum okkur ekki).
  4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir.
  5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar.
  6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.
  7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.
  8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir.
  9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.
  10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu.