5 C
Selfoss

Dorgveiðikeppni á Unglingalandsmóti UMFÍ

Vinsælast

Það var fjöldi unglinga sem lagði leið sína í dorgveiðikeppni við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn á laugardaginn sl. Þarna öttu kappi piltar og stúlkur um hver myndi landa mesta aflanum og hver myndi veiða stærsta fiskinn. Það voru ekki einungis fiskar sem bitu á. Einn pilturinn veiddi krabba sem var síður en svo ánægður og læsti klónni í fingur veiðimannsins áður en hann kvaddi og fór út í aftur. Allt fór þó vel og pilturinn hló að aðförum krabbans. Sá sem veiddi mest var aflaklóin Óli Rafn frá ÍA á Akranesi, samtals 5,65 kg. Stærsti fiskurinn var svo dreginn á land af Tómasi Bjarka Jónssyni frá Breiðabliki en hann vó 680 gr.

Nýjar fréttir