Bókaálfar á Selfossi

Á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi, helgina 10.-12. ágúst, mun Bókakaffið á Selfossi og Bókaútgáfan Sæmundur í samstarfi við alþjóðasamtök Bókaálfa (The Book Fairies World Wide) standa fyrir bókafeluleik undir merkjum bókaálfanna.

Eins og áður segir verða fyrstu bækurnar faldar á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi 10.-12. ágúst næstkomandi og eru bækurnar ætlaðar finnendum sínum til eignar og ánægju. Þeir eru líka hvattir til þess að deila fundnum bókum á instagram undir myllumerkinu #ibelieveinbookfairies

Seinna er svo stefnt að því að sérmerktar bækur verði faldar víðsvegar um landið. Hægt verður að fylgjast með felustöðum undir myllumerkinu #ibelieveinbookfairies og á samfélagsmiðlum Bókakaffisins.

Nánari upplýsingar um alþjóðasamtök bókálfa má finna á vefsíðunni: https://ibelieveinbookfairies.com/. Hægt verður að fylgjast með fyrsta bókafeluleiknum á facbookviðburðinum „Bókaálfar á Selfossi“.