Tilboði verkfræðistofunnar Mannvits tekið

Leikskólinn Álfheimar.

Tilboð í verkið „Leikskólinn Álfheimar – byggingarstjórn og verkeftirlit“ var opnað föstudaginn 27.júlí sl. Auglýst var eftir tilboðum í verkið. Það voru verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís sem buðu í verkið.

Tilboðin hljóðuðu upp á 14.500.000. frá Mannvit og 17.790.000 frá Verkís. Sveitarfélagið Árborg gekk að lægra tilboði Mannvits.

Framkvæmdirnar munu fela í sér að stækka húsnæðið til að bæta við leikskóladeildum. Þá verður eldhúsi og starfsmannaðstöðu breytt.

Framkvæmdatími er fyrirhugaður frá September 2018 til júlí 2020.