Handboltaskóli Kiel

Það var kátt á hjalla í Handboltaskólanum í Kiel sem fór fram í síðustu viku, en skólinn hefur verið starfræktur í sjö ár af miklum sóma. 67 iðkendur, á aldrinum 13-17 ára, sóttu skólann, en ásamt þeim voru 10 þjálfarar og farastjórar. Selfyssingar áttu 11 fulltrúa í hópnum, en það voru þau Jón Þórarinn, Daníel Þór, Hugrún Tinna, Tinna Sigurrós, Inga Sól, Elínborg Katla, Lena Ósk, Thelma Lind, Daníel Karl, Árni Ísleifsson og Þórir Ólafsson.