-2.2 C
Selfoss
Home Fréttir Líflegt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Eyrarbakka

Líflegt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Eyrarbakka

0
Líflegt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Eyrarbakka
Snör handtök við steypuvinnuna. Mynd: AMÓB.

Eftirspurn hefur aukist eftir húsnæði á Eyrarbakka eins og annarsstaðar á Suðurlandi. Framboðið var ekki mikið af húsnæði á bakkanum, en eftirspurnin til staðar. Áður hafði lítið sem ekkert verið af nýbyggingum á Eyrarbakka í langan tíma. Smiðirnir sem voru að steypa upp sökkla þennan júlímorgun reistu m.a. parhús í fyrra. Það eru fleiri hús í farvatninu hjá öðrum aðilum sem áætlað er að reisa á næstu misserum.