-7.2 C
Selfoss
Home Fréttir Menningararfleifð nýtt til sjálfbærrar uppbyggingar

Menningararfleifð nýtt til sjálfbærrar uppbyggingar

0
Menningararfleifð nýtt til sjálfbærrar uppbyggingar
Frá fundinum sem var haldinn í Bologna á Ítalíu

Fyrir nokkru sóttu starfsmenn Kötlu Jarðvangs Kick-Off fund í Bologna í Ítalíu þar sem verkefnið var Ruritage – Rural regeneration through systemic heritage-led strategies; cultural heritage as a driver for sustainable growth.

Verkefnið er styrkt af Horizon 2020, með markmið um að auka samkeppnishæfni Evrópu, skapa störf og stuðla að því að fleiri góðar hugmyndir komist á markað. Horizon 2020 endurspeglar grundvallarmarkmið Evrópu 2020 áætlunar ESB um að styðja sjálfbæran hagvöxt í Evrópu.

Hlutverk Kötlu Jarðvangs er að fjalla um seiglu (e. Resilience) Íslendinga í návígi við náttúruvá, sögurnar og menningararfleifðina og þær lausnir og innviði sem til staðar eru í dag. Markmiðið er að aðrir geti lært af reynslu svokallaðra Role Models eða „fyrirmynda“, en þær stofnanir hafa unnið lengi að settum verkefnum og hafa mikla reynslu sem nýst gæti hjá öðrum þekkingarminni aðilum sem nefnast Replicators eða „hermikrákur“ vegna skorts á betra orði.

Verkefnið er gríðarlega stórt þar sem 39 þáttakendur taka þátt, og er það með stærri samstarfsverkefnum sem þekkjast í dag innan EU.

Nánari tilkynningar verða sendar út um framvindu verkefnisins sem er til fjögurra ára og því ljóst að mikil og áhugaverð vinna er í kortunum hjá Kötlu Jarðvangi.