1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Elmar Gilbertsson tenórsöngvari á Menningarveislu Sólheima

Elmar Gilbertsson tenórsöngvari á Menningarveislu Sólheima

0
Elmar Gilbertsson tenórsöngvari á Menningarveislu Sólheima
Elmar Gilbertsson.

Rokkarinn, gítarleikarinn, rafeindavirkinn, eldsmiðurinn og tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson ætlar að þenja raddböndin og flytja nokkur vel valin lög á Menningarmessu í Sólheimakirkju á morgun laugardaginn 21. júlí klukkan 14:00. Eins og ávallt er ókeypis aðgangur að öllum viðburðum Menningarveislunnar og allir hjartanlega velkomnir.

Elmar hefur sungið víða og túlkað fjölmargar persónur óperubókmenntanna í allnokkrum óperuhúsum og tónlistarsölum víða um heim. Hann er margverðlaunaður söngvari og hlaut bæði Grímuverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 í flokki sígildrar- og samtímatónlistar og einnig Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverki Lenskys í uppfærslu Íslensku óperunnar á Evgení Onegin haustið 2016.