-6.1 C
Selfoss

Þór Þorlákshöfn semur við þrjá erlenda leikmenn

Vinsælast

Þór Þorlákshöfn hefur gengið frá samningum við þrjá erlenda leikmenn fyrir næstu leik­tíð í Dominos deild karla, Króatann Nick Tomsick, Banda­ríkjamanninn Joe Tagatelli og Litháann Gintautas Matulis.

Nick Tomsick hefur spilað í Króatíu, Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi síðustu ár. Hann var í Fort Lewis háskólanum í Banda­ríkjunum. Hann getur spilað báðar bakvarðarstöðurnar og er 1,86 cm.
Joe Tagarelli er miðherji og lék á Englandi á síðustu leiktíð. Hann
var annar frákastahæstur í deild­inni með 10 fráköst að meðaltali í leik og 18,6 stig að meðaltali í leik. Joe er 1,97 cm að hæð og spilaði með Quincy háskólanum.
Gintautas hefur allan sinn feril leikið í Litháen þar sem hann lék m.a. gegn liði Zalgiris Kaunas sem komst í undanúrslit Euroleague á nýliðinni leiktíð. Hann lék með Nevezis þar sem hann var með 7,2 stig að meðaltali á rúmum tuttugu mínútum. Þá lék Gin­tautas einnig í FIBA Europe Cup.

Frá síðustu leiktíð hafa leikmennirnir Snorri Hrafnkels­son og Ólafur Helgi Jóns­son yfirgefið lið Þórs. Ragnar Örn Bragason er snúinn aftur og þá hefur Baldur Þór Ragnarsson tekið við þjálfun liðsins.

Nýjar fréttir