8.4 C
Selfoss

Íbúakosning um miðbæjarskipulag á Selfossi verður þann 18. ágúst

Vinsælast

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 13. júlí sl. að íbúakosning um miðbæjarskipulag á Selfossi fari fram laugardaginn 18. ágúst næstkomandi. Stefnt er að því að kosningin verði með hefðbundnum hætti í kjördeildum og kjörstaðir verði opnir frá kl. 9:00 til kl. 18:00.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu úr íbúakosningunni um breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verður bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins. Þessi binding bæjarstjórnar nær eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Þá samþykkir bæjarráð að vísa til viðauka við fjárhagsáætlun kostnaði við íbúakosninguna.

Í íbúakosningunni verða lagðar fram eftirfarandi spurningar:

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Andvíg(ur)

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Andvíg(ur)

Nýjar fréttir