13.4 C
Selfoss

Hönnun á fræðsluefni fyrir söfn og sýningar á Suðurlandi

Vinsælast

„Hönnun á fræðsluefni fyrir söfn og sýningar á Suðurlandi“ er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS. Samtals tóku tólf söfn og sýningar á Suðurlandi þátt í verkefninu og kynntu þau verkefnin sín á kynningarfundi sem haldinn var á Hótel Selfossi þann 31. maí 2018. Verkefnið hófst um mitt síðasta ár en lauk með þessum ný afstaðna kynningarfundi.

Ein af áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands í menningarmálum er að menning og listir fái aukið vægi í uppeldi og kennslu barna. Meginmarkmið verkefnisins var að koma betur á framfæri efnivið safna og sýninga á Suðurlandi til barna á grunnskólaaldri með því að hanna og útfæra námsefni/fróðleik og/eða efni í tengslum við aðalnámskrá grunnskólanna. Verkefnið efldi jafnframt tengsl milli þátttakenda og væntingar eru um aukið samstarf í menningarmálum sem og við skóla á Suðurlandi. Það er von SASS og þátttakenda að skólar, sérstaklega á Suðurlandi, kynni sér verkefnin vel og að þau komi að góðum notum í tengslum við námsefnið hverju sinni.

Þátttakendur í verkefninu og heiti verkefnanna eru eftirfarandi:
Listasafn Árnesinga – Lyklar að Lisatasafni Árnesinga
Sagnheimar – Heimurinn og Ísland
Íslenski Bærinn – Torfbærinn
Byggðasagn Árnesinga – Ratað um safn – Ráfað í tíma
Njálurefillinn – Njálugáttin
Skáholtsstaður – Ferðalag í tíma og rúmi
Byggðasafn í Skógum – Fræðsluefni fyrir miðstig grunnskóla
Sæheimar – Fuglar, fiskar og plöntur í Sæheimum
Menningarmiðstöð Hornarfjarða – Ratleikur
Vatnajökulsþjóðgarður – Lesum í landið
Kötlusetur – Maðurinn og sjórinn
LAVA – Kraftar Íslands

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um verkefnin á heimasíðu SASS undir áhersluverkefni. Þar má sjá lýsingu á hverju verkefni og fyrir hvaða aldur það er fyrir. Einnig er þar finna kynningarnar sem fram fóru á Hótel Selfossi þann 31. maí. Verkefnastjórar voru þær Guðlaug Ósk Svansdóttir og Ingunn Jónsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands.

Nýjar fréttir