6 C
Selfoss

Ný sjálfsafgreiðslustöð N1 opnuð á Hvolsvelli

Vinsælast

Nýverið opnaði N1 sína fyrstu sjálfsafgreiðslustöð á Hvols­velli með þrjá sjálfsafgreiðslkassa. Að sögn Páls Arnar Líndal, rekstrarstjóra þjónustustöðva N1, er hugmyndin með uppsetningu sjálfs­afgreiðslu­kassa að létta á álags­punkt­um sem verða á stöð­inni og flýta fyrir þeim sem eru að kaupa fáa hluti í einu. Þetta er valkostur fyrir viðskipta­vini N1, innlenda sem og erlenda ferða­menn, sem þekkja mjög orðið þessa lausn þar sem margar versl­anir erlendis eru farnar að bjóða uppá þessa þjónustu. Með þessu fjölgar afgreiðslkössum og geta þeir sem eru að kaupa fáa hluti farið hraðar í gegn til að klára sín viðskipti í staðinn fyrir að bíða í langri röð. Áfram mun þó vera í forgangi að hafa þjónustukassa opna enda geta við­skiptavinir ekki pantað sér veit­ing­ar í gegnum sjálfsafgreiðslu­kassana.

Nýjar fréttir