7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Urður á Hellu gefur út bók um Katrínu miklu

Urður á Hellu gefur út bók um Katrínu miklu

0
Urður á Hellu gefur út bók um Katrínu miklu

Urður bókafélag á Hellu hefur gefið úr ævisögu Katrínar 2. keisarainnu í Rússlandi (1762–1796) eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Bókin heitir einfaldlega Katrín mikla.

Saga Katrínar 2. – Katrínar miklu – er ævintýri líkust. Hún komst til valda þegar hún steypti eiginmanni sínum af keisarastóli um sumarsólstöður árið 1762 og ríkti sem alvöld keisarainna í Rússlandi til dauðadags árið 1796. Á valdatíma sínum kom hún fram miklum umbótum í rússsneska keisaradæminu og vann mikla sigra í utanríksimálum. Hún opnaði Rússum leið suður að Svartahafi, færði landamæri ríkis síns út svo um munaði og gerði Rússland að hlutgengu evrópsku stórveldi. Hún lagði Krímskaga undir Rússland og stofnaði borgina Ódessu, helstu hafnarborg Rússa við Svartahaf. Hún studdi ýmsa forkólfa upplýsingastefnunnar af mikilli rausn og enn sér verka hennar stað í Sankti Pétursborg og víðar í Rússlandi. Einkalíf hennar var ærið skrautlegt og um það spunnust sögur sem lifað hafa góðu lífi fram á þennan dag. Á efri árum naut hún aðdáunar víða um lönd og heima fyrir fóru vinsældir hennar vaxandi með hverju árinu sem leið. Rússar gáfu henni viðurnefnið „mikla“ og skáldið Púsjkín lýsti henni sem „viturri móður“ rússnesku þjóðarinnar.

Þetta er bók sem enginn áhugamaður um sögu Rússlands og Evrópu ætti að láta framhjá sér fara. Bókin er 239 blaðsíður í klijubroti og fáanleg í öllum helstu bókabúðum landsins. Einng má panta hana beint frá útgáfunni á Fossöldu 5 á Hellu, (urdur@urdur.is, sími 565 4625).