8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Örmagna kona í hlíðum Ingólfsfjalls

Örmagna kona í hlíðum Ingólfsfjalls

0
Örmagna kona í hlíðum Ingólfsfjalls

Rétt yfir fimm í gær voru björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrabakka og Hveragerði kallaðar út vegna örmagna konu sem var í sjálfheldu í Ingólfsfjalli.

Það var ekki fyrr en um klukkan sex að björgunarsveitir og lögregla höfðu náð að staðsetja konuna, en hún gat ekki staðsett sig í fjallinu. Konan var efst í stórgrýttu gili í fjallinu og treysti sér ekki til að hreyfa sig. Björgunarsveitarfólk fór upp fjallið úr tveimur áttum með búnað til þess að koma konunni niður fjallið á öruggan hátt.