3.4 C
Selfoss

Gylfi og Jón Daði í uppáhaldi hjá krökkunum á Laugarvatni

Vinsælast

Í síðustu viku heimsótti Tómas Þóroddsson, landshlutafulltrúi í stjórn Knattspyrnusambands Íslands, krakka á Laugarvatni og í Reykholti og færði þeim bolta, keilur og vesti að gjöf frá útbreiðslunefnd og unglingaliðsnefnd KSÍ.

Knattspyrnan er í mikilli uppsveiflu á þessum stöðum og tengist m.a. ferðaþjónustu en þrír mjög áhugasamir strákar þjálfa hópana. Um þessar mundir eru um 70 krakkar að æfa hjá þeim. Tómas spurði krakkana hvort þau vissu hvað KSÍ væri og ekki stóð á svarinu: „Já, eigandi landsliðsins”. Þau voru einnig spurð um uppáldsleikmenn en það voru þeir Gylfi og Jón Daði.

Nýjar fréttir