1.7 C
Selfoss

Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra fer fram á morgun

Vinsælast

Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra fer fram í annað sinn á morgun föstudaginn 15. júní og verður ræst kl. 19:00 frá Hvolsvelli. Keppnin er samstarfsverkefni Rangárþings eystra og Rangárþings ytra og er hjólað frá Hvolsvelli á Hellu án þess að koma nokkurn tímann inn á þjóðveg 1.

Keppnin í fyrra tókst með mikilli prýði en þá var farið frá Hellu á Hvolsvöll, þátttakendur voru um 80 talsins, þar af margir af bestu hjólreiðamönnum landsins. Mikil keppni var háð í heildarkeppni karla og verður örugglega lítið slegið af í ár þar sem þeir karlar sem lentu í fimm efstu sætunum 2017 eru allir á meðal keppenda.

Keppni sem þessi krefst gífurlegs undirbúnings og var unnið með ráðgjöfum frá Maid in Mountains sem hafa áralanga reynslu af keppnishjólreiðum. Helsti styrktaraðili er Sláturfélag Suðurlands sem sér um að metta keppendur og áhorfendur en að keppninni koma einnig björgunarsveitir í Rangárvallasýslu, starfsmenn sveitarfélaganna og íþróttafélög.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.rangarthingultra.is og þar er einnig hægt að skrá sig til leiks.

Nýjar fréttir