6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Jazz á menningarveislu Sólheima á morgun

Jazz á menningarveislu Sólheima á morgun

0
Jazz á menningarveislu Sólheima á morgun

Á morgun laugardaginn 9. júní kl. 14:00 verða Tunglið og Ég með tónleika í Sólheimakirkju. Heiða Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson munu flytja lög eftir franska tónskáldið Michel Legrand, en hann er helst þekktur fyrir að semja söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir. Tónlistinni má helst lýsa sem fallegri og ljúfri jazz-tónlist.

Tónleikarnir eru liður í dagskrá Mennningarveislu Sólheima. Verslun, kaffihús og listasýningar eru einnig opnar alla daga kl. 12:00–19:30.