0 C
Selfoss

Margt að gerast hjá Lionsklúbbi Selfoss

Vinsælast

Að loknu starfsári Lionsklúbbs Selfoss er gaman að rifja upp hvað klúbbfélagar hafa tekið okkur fyrir hendur í vetur. Starfið er búið að vera kraftmikið og félagar duglegir að mæta á fundi. Þrír nýir félagar voru teknir inn en einn féll frá. Fundirnir hafa verið sambland af gestafyrirlesurum og heimsóknum í fyrirtæki og á aðra staði. Aðalfjáraflanir klúbbsins, útgáfa jólablaðs og kótilettukvöld gengu vel og gátu lionsfélagar því greitt út styrki í nokkur málefni. Lokaferðin var farin 12. maí sl. en með henni lýkur formlegu starfi vetrarinns. Við tekur ný stjórn sem mun leiða starfið af krafti næsta vetur.

 

 

 

Sveinn Sigurmundsson veitti þeim Jón Inga Sigurmundssyni og Halldóri Magnússyni Karans orðuna sem er æðsta viðurkenning Lions á Islandi. Þeir eru fyrstu félagar klúbbsins sem fá þessa viðurkenningu.

 

Nýjar fréttir