4.9 C
Selfoss
Home Fréttir Upphaf nýrra tíma í Árborg

Upphaf nýrra tíma í Árborg

0
Upphaf nýrra tíma í Árborg
Tómas Ellert tómasson.

Á laugardaginn verður kosið til sveitarstjórnar í Árborg. Valið stendur um áframhaldandi bæjarstjórn Árborgar sem setið hefur s.l. átta ár eða ferskan og skynsaman M-lista Miðflokksins.

M-listi Miðflokksins í Árborg býður nú fram krafta sína í fyrsta sinni fyrir Sveitarfélagið Árborg. Á framboðslistanum er fólk sem er tilbúið til að leggja hart að sér til að bæta búsetuskilyrðin í Árborg og búa vel í haginn fyrir framtíðina. Framboðslistinn samanstendur af fólki sem hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, félagsmálum og úr atvinnulífinu

Frá árinu 2010 hafa átt sæti í bæjarstjórn fimm fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Samfylkingar og einn fulltrúi Framsóknarflokks. Þessir þrír flokkar bjóða nú fram sömu fulltrúa í þriðja sinn til bæjarstjórnar, að undanskildum einum frá Sjálfstæðisflokki. Umdeildar ákvarðanir meirihluta Sjálfstæðisflokksins, með oft á tíðum fulltingi fulltrúa Framsóknarflokksins, á því kjörtímabili sem nú er senn á enda hafa skapað óróa og ósætti á meðal íbúa. Nærtækasta dæmið um slíkt er sú misklíð sem skapast hefur vegna skipulags miðbæjarins á Selfossi.

Stefnuskrá Miðflokksins inniheldur gátlista með 110 atriðum sem flokkurinn ætlar að vinna eftir á komandi kjörtímabili. Stefnuskráin höfðar til skynsemishyggjunnar og manneskjulegra vinnubragða, sum atriði kosta útgjöld og önnur skapa tekjur fyrir sveitarfélagið. Miðflokkurinn ætlar að takast á við þau verkefni, og öll hin, af skynsemi og staðfestu.

Kjósum framtíðarsýn og upphaf nýrra tíma í Árborg, merkjum x við M á kjördag

 

Tómas Ellert Tómasson, oddviti framboðs Miðflokksins í Árborg