9.5 C
Selfoss

Framkvæmdir við 77 íbúðir á Edensreit í Hveragerði hafnar

Vinsælast

Í gær voru teknar skóflustungur að íbúðum sem munu rísa á svokölluðum Edenreit í Hveragerði. Það voru þau Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og Gísli Steinar Gíslason frá Suðursvölum sem tóku fyrstu skóflustungurnar. Skipulagið gerir ráð fyrir að halda í Edensöguna því gert er ráð fyrir gróðri og gróðurhúsum á lóð. Áætlaður kostnaður vegna verkefnisins er um 2 milljarðar króna. Jarðvinna og gatnagerð hefst á næstu vikum en unnið verður að hönnun íbúðanna á meðan. Verktkaki er Jáverk.

Um er að ræða samtals 77 íbúðir sem verða á tveimur til þremur hæðum.  Stærðir íbúðanna verða frá 55 til 95 fermetra. Þær gætu því verið áhugaverður kostur fyrir þá sem vilja minnka við sig og eins barnafólk sem vill komast í sveita- og gróðursæluna í Hveragerði, örstutt frá höfuðborgarsvæðinu.

Nýjar fréttir