6.1 C
Selfoss

Áfram stutt við íþróttaakademíurnar í Árborg

Vinsælast

Í vikunni skrifaði Sveitarfélagið Árborg undir áframhaldandi styrktarsamninga við íþrótta­aka­demíurnar fimm sem starf­ræktar eru við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Um 5 ára styrktar­samn­ing er að ræða við knatt­spyrnu-, fimleika-, hand­knatt­leiks-, körfu­knattleiks- og frjáls­íþróttaaka­dem­íurnar.

Samn­ing­ur­inn felur í sér beinan rekstr­ar­styrk og æfinga­aðstöðu fyrir hluta aka­demíanna. Á móti skuld­binda aka­demíurnar sig til að standa fyrir öflugu for­varnarstarfi. T.d. verða allir iðk­end­ur í akademí­un­um að skrifa und­ir sér­stakan samn­ing sem kveð­ur á um tóbaks-, vímuefna- og áfengis­leysi ásamt notkun á ólög­legum árangursbætandi efnum.

Nýjar fréttir