1.7 C
Selfoss

Söguboltinn rúllar af stað

Vinsælast

Söguboltinn er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, barnabókahöfunda og RÚV. Verkefnið er liður í kynningarátaki ríkisstjórnarinnar í aðdraganda heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi í júní. Markmið verkefnisins er að tengja skemmtilega saman tvo hluti sem samofnir eru þjóðarsál okkar – fótbolta og bókmenntir.

„Við erum stolt af okkar frábæra hæfileikafólki – bæði á fótbolta- og ritvellinum. Sögubolta-verkefnið er leið til þess að hugsa á skapandi hátt um bolta og bækur og skemmta sér og fræðast í leiðinni. Ég hvet alla, sérstaklega fjölskyldurnar og unga fólkið okkar, til þess að taka þátt – fylgjast með og lesa. Það geta allir verið með,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Nú í maí sameinast landsliðsfólk í fótbolta og landslið íslenskra barnabókahöfunda í skapandi og líflegri umfjöllun um bolta og bækur. Fjórir sjónvarpsþættir verða sýndir á dagskrá RÚV dagana 22., 24., 29. og 31. maí. Þættirnir eru fjölbreyttir, fyndnir og fræðandi – og hvetjandi til umræðu og lestrar, ekki síst utan skólatíma.

Rithöfundar sem taka þátt í verkefninu eru: Jóna Valborg Árnadóttir, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Gunnar Helgason, Marta Hlín Magnadóttir, Ævar Þór Benediktsson, Andri Snær Magnason, Vilhelm Anton Jónsson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Birgitta Elín Hassel, Kristín Tómasdóttir, Sævar Helgi Bragason og Kjartan Yngvi Björnsson.

 

Framhald verður síðan á verkefni þessu næsta haust. Hægt verður að fræðast og fylgjast með Söguboltanum á Facebook-síðum Listar fyrir alla og KrakkaRÚV.

 

Mynd: Valgarður Gíslason

Nýjar fréttir