7.8 C
Selfoss

Fyrstu pokastöðvarnar í Árborg opnaðar

Vinsælast

Síðasta dag vetrar voru opnaðar fyrstu pokastöðvarnar í Árborg, í Krambúðinni og í Hannyrðabúðinni. Melkorka Mýr fékk fyrsta pokann frá pokastöðinni Árborg lánaðan í Hannyrðabúðinni og í Krambúðinni var það Ásthildur Ingvarsdóttir sem að fékk fyrsta pokann. Sandra Dís Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar mætti á staðinn og fékk að sjálfsögðu taupoka.

Leiðbeiningar til viðskiptavina fylgja pokastöðinni og eru íbúar hvattir til að leggja verkefninu lið með efnum og eða vinnu. Opinn hópur er á Facebook þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar.

Pokastöðin er samfélagsverkefni sem snýst um að búa til hringrás taupoka í samfélaginu. Það gengur þannig fyrir sig að sjálfboðaliðar safna efnum og sauma poka og hafa þá til láns í verslunum. Þannig að ef fólk hefur gleymt innkaupapokanum heima þá getur það fengið lánaðan taupoka og skilað honum seinna. Verkefnið sem hófst á Hornafirði á vormánuðum 2016 er í dag hluti af alþjóðlegu verkefni sem heitir Boomerang Bags og á það uppruna sinn í Ástralíu.

Nýjar fréttir