Sveitarfélagið Árborg hefur gert styrktar- og samstarfssamning við Veiðisafnið á Stokkseyri. Samningurinn felur í sér árlegan stuðning sveitarfélagsins við veiðisafnið og verkefni sem safnið tekur þátt í. Veiðisafnið tekur árlega á móti tveimur árgöngum af grunnskólabörnum á safnið ásamt því að vera í samstarfi við kennara um verkefni tengd náttúrufræði og náttúruvernd. Veiðisafnið býður að auki börnum í fylgd með forráðamönnum frítt inn á safnið á bæjar- og menningarhátíðinni Vor í Árborg sem haldin er í apríl ár hvert.