0 C
Selfoss

Árborg í samvinnu við Veiðisafnið Stokkseyri

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg hefur gert styrktar- og samstarfs­samning við Veiði­safnið á Stokks­eyri. Samningurinn felur í sér árlegan stuðning sveitarfél­ags­­ins við veiðisafnið og verk­efni sem safnið tekur þátt í. Veiðisafnið tekur árlega á móti tveimur árgöngum af grunn­skóla­­­börnum á safn­ið ásamt því að vera í sam­starfi við kennara um verkefni tengd náttúrufræði og náttúru­vernd. Veiðisafnið býður að auki börnum í fylgd með forráða­mönn­um frítt inn á safnið á bæjar- og menningar­hátíðinni Vor í Árborg sem hald­in er í apríl ár hvert.

Nýjar fréttir