5 C
Selfoss

Hjólað í vinnuna hófst í morgun

Vinsælast

Almenningsíþróttaverkefnið Hjólað í vinnuna var sett í sextánda sinn í morgun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Þátttakendum var boðið að hjóla við og þiggja ljúffengt bakkelsi. Að ávörpunum loknum hjóluðu gestir og þátttakendur átakið formlega af stað í blíðskaparveðri.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í sextánda sinn fyrir Hjólað í vinnuna, dagana 2.–22. maí. Verkefnið höfðar til starfsmanna á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að verkefnið fór af stað.

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferðamáta til og frá vinnu. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kílómetrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel frá upphafi og verkefnið skapað alla jafna góða stemningu á vinnustöðum landsins.

Nýjar fréttir