0 C
Selfoss

Dagur dýranna í Bókakaffinu á Selfossi í dag

Vinsælast

Dagur dýranna er í Bókakaffinu á Selfossi í dag klukkan 15. Lesið verður úr nýjum bókum þar sem sagt er frá dýrum og yfirburðum þeirra. Í tilkynningu segir að menn og húsdýr í gæslu eigenda sinna séu hjartanlega velkomin.

Pamela De Sensi kynnir nýja sögu um Pétur og úlfinn þar sem segir frá því hvað varð um úlfinn! Monika Dagný Karlsdóttir kynnir nýja sögu um íslenska fjárhundinn. Staðarhaldarar kynna bókina Forystuflekkur sem er væntanleg í búðir á þessu vori.

Nýjar fréttir