8.4 C
Selfoss

Listi Sjálfstæðismanna í Ölfusi kynntur

Vinsælast

Sjálfstæðisfélagið Ægir hefur samþykkt framboðslista Sjálfstæðisflokks fyrir komandi sveitastjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Ölfusi þann 26. maí nk. Í tilkynningu segir að á listanum sé fjölbreyttur hópur fólks með víðtæka þekkingu og reynslu úr ólíkum áttum. Mikil endurnýjun sé á listanum og einnig sé þar að finna reynslumikla einstaklinga á sviði sveitastjórnarmála. Á listanum eru frambjóðendur bæði úr Þorlákshöfn og dreifbýli Ölfuss. Margir eru fæddir og uppaldir í sveitarfélaginu en einnig eru í framboði einstaklingar sem flutt hafa í sveitarfélagið á síðustu árum.

Listann skipa:

  1. Gestur Þór Kristjánsson, 45 ára, húsasmíðameistari
  2. Rakel Sveinsdóttir, 47 ára, atvinnurekandi
  3. Grétar Ingi Erlendsson, 34 ára, meðeigandi og markaðs-/sölustjóri
  4. Steinar Lúðvíksson, 34 ára, hópstjóri og ráðgjafi
  5. Kristín Magnúsdóttir, 41 árs, fjármálastjóri
  6. Sesselía Dan Róbertsdóttir, 19 ára, nemi
  7. Eiríkur Vignir Pálsson, 42 ára, byggingafræðingur
  8. Sigríður Vilhjálmsdóttir, 34 ára, lögmaður
  9. Björn Kjartansson, 50 ára, framkvæmdastjóri
  10. Elsa Jóna Stefánsdóttir, 36 ára, þroskaþjálfi
  11. Írena Björk Gestsdóttir, 20 ára, nemi
  12. Sigurður Bjarnason, 73 ára, skipstjóri
  13. Sigríður Lára Ásbergsdóttir, 54 ára, sérfræðingur og atvinnurekandi
  14. Einar Sigurðsson, 75 ára, athafnamaður

Á næstu dögum og vikum verður listinn kynntur nánar auk þess sem opnir málefnafundir verða haldnir þar sem öllum íbúum sveitarfélagsins gefst kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri.

Nýjar fréttir